Kveðjugjöf Katrínar Stefán Halldórsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Vinstri græn Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun