Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 08:35 Ísraelskur hermaður gengur fram hjá pallbíl sem vígamenn Hamas notuðu í árás sinni í Sderot 7. október. Hamas-liðar myrtu á annað þúsund manns og tóku um 250 manns í gíslingu. AP/Ohad Zwigenberg Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36