Nú vandast valið Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 5. maí 2024 18:31 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun