Líklegt að Ísraelar hafi brotið alþjóðalög með bandarískum vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 22:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti stígur um borð í forsetaþyrlu. Hann lét vinna skýrslu um hernað Ísraela á Gasa að kröfu Bandaríkjaþings. AP/Jose Carlos Fajardo Bandaríkjastjórn telur líklegt að ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðleg mannúðarlög með notkun sinni á bandarískum vopnum í hernaði sínum á Gasa. Ekki hafi þó verið hægt að staðfesta það og hún trúi fullyrðingum Ísraela um að þeir fari að lögum. Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53
Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37
Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02