Palestína fær aukna þáttöku á allsherjarþingi SÞ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. maí 2024 20:56 Fastanefnd Palestínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í kjölfar atkvæðagreiðslu í gær. Getty Ályktun um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á neyðarfundi þingsins í dag. Ísland kaus með ályktuninni Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira