Netanjahú hafnar handtökuskipuninni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 21:59 Benjamín Netanjahú hafnar algjörlega ákvörðun aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins að fara fram á handtökuskipun á hendur sér. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnar alfarið handtökuskipun á hendur sér sem aðalsaksóknari hins Alþjóðlega sakamáladómstóls hefur farið fram á. Aðalsaksóknarinn sakar Netanjahú, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þrjá leiðtoga Hamas um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísraels sem staðið hafa yfir í um sjö mánuði. Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira