Fjölskyldur birta myndskeið af blóðugum gíslum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 07:27 Ástvinir og stuðningsmenn gíslana sem enn eru í haldi Hamas settu gjörning á svið í Tel Aviv í morgun til að kalla eftir lausn þeirra. AP/Oded Balilty Fjölskyldur kvenna sem teknar voru fanga þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn hafa birt myndskeið af atburðarásinni sem sýnir konurnar blóðugar og óttaslegnar. Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira