Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:57 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59
Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42