Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 06:41 Donald Trump var viðstaddur NASCAR Coca-Cola 600 kappaksturinn á sunnudag. AP/Chris Seward Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. Ummælin lét Trump falla þegar hann ávarpaði hóp efnaðra stuðningsmanna í New York fyrr í maí. Trump sagði mótmælin gegn hernaðaraðgerðum Ísrael á Gasa þátt í „róttækri byltingu“ og hét því að færa hana aftur um 25 til 30 ár ef viðstaddir aðstoðuðu hann til að ná kjöri. Þá sagðist hann myndu tryggja að erlendir nemar sem tækju þátt yrðu sendir heim. Hingað til hefur Trump veigrað sér við því að taka einarða afstöðu gagnvart átökunum á Gasa en á fundinum sagðist hann styðja rétt Ísrael til að berjast gegn hryðjuverkum. Hann hefur áður sagt að Ísrael sé að „tapa áróðursstíðinu“ með aðgerðum sínum. Trump gantaðist með það á fundinum að þar væru samankomnir 98 prósent vina hans sem væru gyðingar en hann minntist ekki orði á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hann hefur ekki rætt við frá því að síðarnefndi viðurkenndi sigur Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Sjálfur tók Trump umdeildar ákvarðanir varðandi Ísrael í forsetatíð sinni, meðal annars að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem. Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ummælin lét Trump falla þegar hann ávarpaði hóp efnaðra stuðningsmanna í New York fyrr í maí. Trump sagði mótmælin gegn hernaðaraðgerðum Ísrael á Gasa þátt í „róttækri byltingu“ og hét því að færa hana aftur um 25 til 30 ár ef viðstaddir aðstoðuðu hann til að ná kjöri. Þá sagðist hann myndu tryggja að erlendir nemar sem tækju þátt yrðu sendir heim. Hingað til hefur Trump veigrað sér við því að taka einarða afstöðu gagnvart átökunum á Gasa en á fundinum sagðist hann styðja rétt Ísrael til að berjast gegn hryðjuverkum. Hann hefur áður sagt að Ísrael sé að „tapa áróðursstíðinu“ með aðgerðum sínum. Trump gantaðist með það á fundinum að þar væru samankomnir 98 prósent vina hans sem væru gyðingar en hann minntist ekki orði á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hann hefur ekki rætt við frá því að síðarnefndi viðurkenndi sigur Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Sjálfur tók Trump umdeildar ákvarðanir varðandi Ísrael í forsetatíð sinni, meðal annars að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem.
Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira