Ísrael verður að hætta að drepa saklausa borgara á Gaza Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. maí 2024 19:00 Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Vinstri græn Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun