Netanyahu fastur milli steins og sleggju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 07:18 Gagnrýnendur Netanyahu segja hann í raun vilja halda aðgerðum áfram sem lengst, til að fresta því að þurfa að svara fyrir öryggisbrestinn sem átti sér stað 7. október. epa/Amir Cohen Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira