Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 08:41 Peningaþvættið virkaði þannig að fjármálastjórinn keypti illa fengið reiðufé með afslætti fyrir rafmyntir. Ávinningnum var svo veitt inn í rekstur Epoch Times. Vísir/Getty Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum. Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum segja að Weidong „Bill“ Guan, fjármálastjóri Epoch Times, hafi tekið þátt í að þvætta að minnsta kosti 67 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 9,2 milljarða króna, af illa fengnu reiðufé. Það hafi Guan gert í gegnum teymi hjá blaðinu sem nefndist „Græddu pening á netinu“ sem notaði rafmyntir til þess að kaupa reiðufé með afslætti. Uppruni fjárins var meðal annars atvinnuleysisbætur sem höfðu verið sviknar út. Ágóðinn var svo færður inn á reikning félaga sem tengdust blaðinu eftir krókaleiðum með tugum þúsunda millifærslna. Þær fóru meðal annars fram í gegnum fyrirframgreidd debitkort og bankareikninga sem voru stofnaðir með stolnum skilríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Epoch Times er sagt hafa hagnast um tugi milljóna dollara á peningaþvættinu. Árið sem það hófst jukust árstekjur blaðsins um 410 prósent á milli ára. Guan hélt því fram að tekjuaukningin skýrðist af framlögum lesenda. Lýsti yfir sakleysi fyrir dómi Guan gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann lýsti yfir sakleysi þegar hann kom fyrir dómara í New York í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Epoch Times segir að honum hafi verið vikið frá störfum tímabundið og að blaðið taki fullan þátt í rannsókn málsins. Saksóknarar segja að málið tengist ekki fréttaöflun fjölmiðlafyrirtækisins. Epoch Times var stofnað af Bandaríkjamönnum af kínverskum uppruna sem tengdust trúarhópnum Falun Gong árið 2000. Það er nú eitt áhrifamesta dagblaðið á hægri væng bandarískra stjórnmála og er ekki feimið við að dreifa ýmis konar samsæriskenningum og upplýsingafalsi af fjarhægrivængnum.
Fjölmiðlar Erlend sakamál Bandaríkin Kína Rafmyntir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira