Að minnsta kosti 30 látnir og tugir særðir í árásum á skóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2024 06:37 Lík þeirra sem létust í árásunum á skólann voru flutt á al-Aqsa sjúkrahúsið. AP/Abdel Kareem Hana Að minnsta kosti 30 manns, þar af fimm börn, létust í loftárásum Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í al-Nuseirat, þar sem fólk á vergangi er sagt hafa hafist við. Tugir til viðbótar særðust í árásunum. Frá þessu greina heilbrigðisyfirvöld á Gasa en al-Aqsa sjúkrahúsið í Deir al-Balah er sagt hafa tekið við 30 líkum eftir árásina á skólann og sex til viðbótar í kjölfar árásar á heimili. Ísraelsher staðfesti á X/Twitter að herþotur hefðu gert árásir á skóla Sameinuðu þjóðanna í al-Nuseirat en hann hefði hýst hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Hryðjuverkamönnum sem hefðu haft í hyggju að láta til skarar skríða á næstunni hefði verið útrýmt og mörg skref tekin til að draga úr áhættunni á því að loftárásirnar sköðuðu aðra. Umræddur skóli var rekinn af UNRWA en samkvæmt skýrslu samtakanna sem birtist í gær hafa 455 Palestínumenn látist í úrræðum á hennar vegum frá 7. október og um 1.500 særst. Samkvæmt Læknum án landamæra hafa að minnsta kosti 70 látist í umfangsmiklum árásum Ísraelsmanna á miðhluta Gasa frá því á þriðjudag og yfir 300 særst. Karin Huster, ráðgjafi á vegum samtakanna, segir ástandið yfirþyrmandi; fólk liggi alls staðar á gólfinu á al-Aqsa og þangað séu lík flutt í plastpokum. Ísraelsmenn ítrekðuðu í gær að þeir myndu ekki láta af árásum á meðan viðræður fara fram við Hamas um mögulegt vopnahlé og lausn gísla í haldi samtakanna. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði á sama tíma að samtökin myndu ekki ganga að neinu samkomulagi nema það fæli í sér endalok aðgerða Ísrael. Guardian greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Tugir til viðbótar særðust í árásunum. Frá þessu greina heilbrigðisyfirvöld á Gasa en al-Aqsa sjúkrahúsið í Deir al-Balah er sagt hafa tekið við 30 líkum eftir árásina á skólann og sex til viðbótar í kjölfar árásar á heimili. Ísraelsher staðfesti á X/Twitter að herþotur hefðu gert árásir á skóla Sameinuðu þjóðanna í al-Nuseirat en hann hefði hýst hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Hryðjuverkamönnum sem hefðu haft í hyggju að láta til skarar skríða á næstunni hefði verið útrýmt og mörg skref tekin til að draga úr áhættunni á því að loftárásirnar sköðuðu aðra. Umræddur skóli var rekinn af UNRWA en samkvæmt skýrslu samtakanna sem birtist í gær hafa 455 Palestínumenn látist í úrræðum á hennar vegum frá 7. október og um 1.500 særst. Samkvæmt Læknum án landamæra hafa að minnsta kosti 70 látist í umfangsmiklum árásum Ísraelsmanna á miðhluta Gasa frá því á þriðjudag og yfir 300 særst. Karin Huster, ráðgjafi á vegum samtakanna, segir ástandið yfirþyrmandi; fólk liggi alls staðar á gólfinu á al-Aqsa og þangað séu lík flutt í plastpokum. Ísraelsmenn ítrekðuðu í gær að þeir myndu ekki láta af árásum á meðan viðræður fara fram við Hamas um mögulegt vopnahlé og lausn gísla í haldi samtakanna. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði á sama tíma að samtökin myndu ekki ganga að neinu samkomulagi nema það fæli í sér endalok aðgerða Ísrael. Guardian greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira