Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 10:11 Palestínumenn kanna húsarústir eftir sprengjuárás Ísraela í Nuseirat-flóttamannabúðunum á laugardag. Fjórir gíslar voru frelsaðir í árásinni en Hamas segja að á þriðja hundruð manns hafi fallið. AP/Jehad Alshrafi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ísraelsher réðst inn í Nuseirat-flóttamannabúðirnar á Gasa með sprengjuregni á laugardag. Honum tókst að frelsa fjóra gísla sem vígamenn Hamas tóku höndum á tónlistarhátíð í hryðjuverkaárás samtakanna í Ísrael 7. október. Heilbrigðisyfirvöld Hamas á Gasa segja að 274 Palestínumenn hafi fallið í árásinni á Nuseirat, þar á meðal tugir barna og kvenna. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ, lýsti yfir áhyggjum af því að hvort að aðgerðir Ísraelshers hefðu verið í samræmi við tilefnið, hvort herinn hefði gert greinarmun á vígamönnum og óbreyttum borgurum og hvort hann hefði brotið varúðarreglu í hernaði sínum, að sögn AP-fréttastofunnar. Að sama skapi hefðu vopnaðir hópar Palestínumanna stefnt óbreyttum borgurum og gíslum í lífshættu með því að halda gíslunum í þéttbýli. „Allar þessar aðgerðir beggja aðila kunna að teljast stríðsglæpir,“ sagði Laurence. Harmaði Laurence að óbreyttir borgarar hefðu enn og aftur lent á milli steins og sleggju í átökum Ísraelshers og vopnaðra sveita Palestínumanna, bæði á laugardag og í stríðinu í heild sinni sem hefur geisað í meira en átta mánuði. Fagnaðarefni væri að gíslar hefðu verið leystir úr prísund. Krafðist Laurence þess að allir gíslarnir yrðu frelsaðir strax.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27
Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. 8. júní 2024 19:52