Íhuga að virða tímamótadóm að vettugi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:17 Nokkrar konur úr hópnum sem stefndi svissneska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum og hafði sigur í vor. Vísir/EPA Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu. Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu.
Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira