Segir reyksprengjum verið kastað og piparúði nauðsynlegur Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa neyðst til að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær. Reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Þingmaður Pírata telur atburðarásina hafa mátt vera á annan veg. Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira