Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 07:53 Daniel Hagari hefur verið andlit Ísraelshers frá því að aðgerðir hófust í kjölfar árása Hamas 7. október sl. Getty/Amir Levy Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. „Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
„Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira