Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 07:32 Forseti Kýpur var fljótur að ítreka að landið væri hlutlaust og ekki partur af vandanum, heldur lausninni. epa/Lukasz Gagulski Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira