Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 10:46 Það er afar erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir ungar heilbrigðar konur að fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð í Japan. Getty Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. „Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“ Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
„Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“
Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira