Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 10:46 Það er afar erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir ungar heilbrigðar konur að fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð í Japan. Getty Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð. „Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“ Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
„Það er álitið samfélagslegt skref aftur á bak að konur sem geta eignast börn hætti að eignast börn,“ segir Yoko Matsubara, prófessor í lífsiðfræði við Ritsumeikan University. Hann segir á brattann að sækja fyrir konurnar. Hisui Tatsuta, 24 ára, er ein af konunum fimm en hún segist lengi hafa vitað að hún vildi ekki eignast börn. „Mér líkar ekki við að það sé fyrst og fremst horft á mig sem leg sem getur gefið af sér barn, frekar en sem persónu,“ segir hún. Tatsuta vill fá að gangast undir ófrjósemisaðgerð en svokölluð „mæðraverndarlöggjöf“ nánast útilokar að ungar, heilbrigðar konur sem vilja ekki eignast börn fái að gangast undir slíak aðgerð. Til að uppfylla skilyrði þarf kona að eiga barn eða börn fyrir, að sýna fram á að þungun myndi ógna heilsu hennar og fá samþykki maka. Sömu reglur gilda um karla en engu að síður virðast ófrjósemisaðgerðir á körlum mun algengari í Japan en sambærilegar aðgerðir á konum. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ Lögmaður kvennanna sagði í dómsal í síðustu viku að lögin væru ávöxtur feðraveldisins og að gengið væri út frá því að líkamar kvenna væru gerðir til þess eins að eignast börn. Áðurnefnd skilyrði væru arfur gamalla tíma og að konurnar vildu njóta þess réttar að ákvarða sjálfar framtíð sína. Samkvæmt umfjöllun New York Times er allt regluverk í Japan er varðar frjósemi mjög frábrugðum öðrum þróuðum ríkjum. Konur verða sjálfar að bera allan kostnað af getnaðarvörnum á borð við pilluna og lykkjuna og smokkurinn er lang algengasta getnaðarvörnin. Innan við fimm prósent kvenna segjast nota pilluna sem fyrstu getnaðarvörn. Líkt og Matsubara benda aðrir sérfræðingar á að baráttann verði erfið, enda séu konurnar að sækja málið á sama tíma og stjórnvöld leiti allra ráða til að auka frjósemi. „Er eðlilegt að eignast börn í þágu þjóðarinnar?“ spyr Miri Sakai, önnur kvennanna. „Eru konur sem eignast ekki sjálfar börn óþarfar í samfélaginu?“ spyr hún. Kazane Kajiya, 27 ára, segir það hluta af gildum sínum að vilja ekki eignast börn. Hún muni ekki skipta um skoðun og það myndi létta af henni miklu álagi að geta útilokað að hún verði ólétt. Yukako Ohashi, rithöfundur og meðlimur í Women's Network for Reproductive Freedom, segir heiti löggjafarinnar, mæðraverndarlöggjöfin, segja allt sem segja þarf. „Það ber að vernda konur sem hyggjast verða mæður. En engin virðing er borin fyrir þeim konum sem vilja ekki verða mæður. Þannig er samfélagið í Japan.“
Japan Jafnréttismál Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira