Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2024 20:01 Fjölskyldan heldur til í tjöldum á vegum Rauða krossins. AP/Jehad Alshrafi Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira