Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 10:10 Margar hefðir tengjast athöfninni sem eiga margar hverjar rætur sínar að rekja mörghundruð ár aftur í tímann. EPA/Andy Rain Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands. Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands.
Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira