Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:22 Fregnir hafa borist af sniðgöngu annarra þátttakenda gagnvart keppendum Ísrael. AP/Eugene Hoshiko Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Ummælin lét Shmulik Philosof falla í samtali við New York Times en Ísrael er eitt fárra ríkja sem lætur sér ekki nægja öryggisgæslu gestgjafans á Ólympíuleikunum og er einnig með eigin gæslu. Gæsla þátttakenda Ísrael á Ólympíuleikunum var aukin verulega í kjölfar þess að ellefu íþróttamenn og þjálfarar voru myrtir á leikunum í Munchen árið 1972. Samkvæmt New York Times bárust íþróttamönnum landsins tölvupóstar í aðdraganda leikanna í París, þar sem því var hótað að leikurinn yrði endurtekinn nú. Leiða má líkur að því að hótanirnar og árás Hamas á Ísrael 7. október hafi orðið til þess að öryggisgæslan hafi verið aukin enn frekar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum að undirbúningur Shin Bet fyrir Ólympíuleikana í París hafi staðið yfir í um tvö ár og falið í sér fjölda funda með öryggisyfirvöldum í Frakklandi. Þá greindi menningar- og íþróttamálaráðherrann Miki Zohar frá því í júní að fjárheimildin vegna öryggis íþróttamannanna hefði verið aukin um 50 prósent. Ísraelsku keppendurnir hafa sagt frá því hvernig þeir forðast að sýna það þegar þeir ferðast að þeir séu frá Ísrael. „Þetta hefur alltaf verið svona,“ sagði maraþonhlauparinn Maor Tiyouri. „Þetta er erfitt en þetta er bara veruleikinn og ef það þýðir að ég er öruggari þá er þetta bara það sem ég þarf að gera,“ sagði hún um feluleikinn. Íþróttafólkinu hefur verið ráðlagt frá því að taka þátt í umræðum eða mótmælum og þá eru þeir hvattir til að tjá sig ekki um stríðið.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira