Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2024 07:49 Lögregla er í viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla og óeirða um helgina. AP/PA Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku. Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu. Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu.
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent