Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 14:24 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak allt frá innrásinni 2003. Nú eru þeir um 2.500 talsins og fara fram viðræður um veru þeirra þar. Getty/Yunus Keles Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni. Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir. Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir.
Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira