Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 07:56 Það er erfitt að sjá fyrir sér að Netanyahu og Yahya Sinwar, pólitískan leiðtoga Hamas, komist að málamiðlun. AP Yfirvöld í Egyptalandi og Katar vinna nú að breytingum á tillögum um vopnahlé á Gasa og eiga í samráði við Bandaríkjamenn. Enn er talað um „lokatilraun“ til að brúa bilið milli Ísrael og Hamas. Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira