Fólk flýr Beirút undan mannskæðum árásum Ísraela Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2024 11:42 Reykur stígur upp frá þorpi í Nabatiyeh-héraði í sunnanverðu Líbanon eftri loftárás Ísraela í morgun. AP/Hussein Malla Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút. Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira