Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 16:02 Reykur frá árásinni séður frá öðru hverfi Beirút. AP Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira