Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar 3. október 2024 09:03 Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun