Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 11:00 Frá einni af mörgum loftárásum Ísraela í Líbanon í morgun. AP/Baz Ratner Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar segja nánast öll neyðarskýli í Líbanon vera yfirfull og að ástandið í landinu sé „hörmulegt“. Reuters hefur eftir háttsettum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Líbanon að fjöldi þeirra sem hefur þurft að flýja heimili sín sé meiri og fjölgun þeirra hraðari en alvarlegustu sviðsmyndir SÞ hafi gert ráð fyrir. Þá sagði hann að Ísraelar væru að valda allt of miklum skaða á borgaralegum innviðum Líbanon, þar sem efnahagsástandið og stand innviða hefur verið slæmt um árabil. Imran Riza sagði einnig að óttinn meðal líbönsku þjóðarinnar væri gífurlega mikill. Áföllin hefðu verið gífurleg. Hann sagði 97 sjúkraflutninga- eða björgunarsveitarmenn hafa fallið í árásum Ísraela. Gerðu einnig árásir á göng Ísraelar héldu því fram í gær að landamærastöðin við Masnaa væri mikið notuð af vígamönnum Hezbollah til að flytja vopn frá Íran inn í Líbanon. Þessi vopn hafa lengi verið flutt í gegnum Sýrland, þar sem Íranar og Hezbollah-liðar eru mjög áhrifamiklir, og hafa Ísraelar um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem beinast hafa gegn þessum hergagnasendingum. Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einnig hafi verið gerðar árásir á 3,5 kílómetra löng göng sem lágu undir landamæri Líbanon og Sýrlands og að þau hafi einnig verið notuð til að flytja vopn frá Íran inn í landið. Vopnin eru sögð hafa verið flutt af hópi vígamanna sem stýrt var af Mohammed Jaafar Katzir, en hann mun hafa verið felldur í loftárás fyrr í þessari viku. Aðrar landamærastöðvar milli Líbanon og Sýrlands eru enn opnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir í Líbanon í gærkvöldi og eru þær sagðar hafa beinst að Hachem Safieddine, sem talið er að myndi taka við af Hassan Nasrallah, sem leiðtogi Hezbollah. Enn sem komið er er óljóst hvort hann hafi verið felldur eða ekki. Sjá einnig: Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Þá sögðu Ísraelar frá því í morgun að Mohammed Skafi, leiðtogi samskiptadeildar Hezbollah, hefði verið felldur í loftárás í Beirút í gær. Hann hafi stýrt samskiptum samtakanna frá árinu 2000 og unnið náið með helstu leiðtogum þeirra. Í enn einni yfirlýsingu sem ísraelski herinn birti í morgun segir að hermenn í sunnanverðu Líbanon hafi orðið varir við það að Hezbollah-liðar hafi yfirgefið varðstöðvar sínar og skilið vopn sín eftir. Þetta þykir til marks um dvínandi baráttuvilja vígamanna sökum þess hve marga leiðtoga samtakanna Ísraelar hafa fellt á undanförnum dögum, vikum og jafnvel mánuðum. Talsmenn hersins segja að níu hermenn hafi fallið í átökum við Hezbollah-liða í gær en að rúmlega hundrað vígamenn hafi verið felldir. ⭕️ 24hr Operational Recap in Southern Lebanon:During precise intelligence-based raids, IDF troops discovered rocket launcher munitions, anti-tank missiles and rockets inside a residential home. Additionally, dozens of weapons—aimed at Israeli territory—were left behind in… pic.twitter.com/yOYSyICz2l— Israel Defense Forces (@IDF) October 4, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja nánast öll neyðarskýli í Líbanon vera yfirfull og að ástandið í landinu sé „hörmulegt“. Reuters hefur eftir háttsettum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Líbanon að fjöldi þeirra sem hefur þurft að flýja heimili sín sé meiri og fjölgun þeirra hraðari en alvarlegustu sviðsmyndir SÞ hafi gert ráð fyrir. Þá sagði hann að Ísraelar væru að valda allt of miklum skaða á borgaralegum innviðum Líbanon, þar sem efnahagsástandið og stand innviða hefur verið slæmt um árabil. Imran Riza sagði einnig að óttinn meðal líbönsku þjóðarinnar væri gífurlega mikill. Áföllin hefðu verið gífurleg. Hann sagði 97 sjúkraflutninga- eða björgunarsveitarmenn hafa fallið í árásum Ísraela. Gerðu einnig árásir á göng Ísraelar héldu því fram í gær að landamærastöðin við Masnaa væri mikið notuð af vígamönnum Hezbollah til að flytja vopn frá Íran inn í Líbanon. Þessi vopn hafa lengi verið flutt í gegnum Sýrland, þar sem Íranar og Hezbollah-liðar eru mjög áhrifamiklir, og hafa Ísraelar um árabil gert loftárásir í Sýrlandi sem beinast hafa gegn þessum hergagnasendingum. Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einnig hafi verið gerðar árásir á 3,5 kílómetra löng göng sem lágu undir landamæri Líbanon og Sýrlands og að þau hafi einnig verið notuð til að flytja vopn frá Íran inn í landið. Vopnin eru sögð hafa verið flutt af hópi vígamanna sem stýrt var af Mohammed Jaafar Katzir, en hann mun hafa verið felldur í loftárás fyrr í þessari viku. Aðrar landamærastöðvar milli Líbanon og Sýrlands eru enn opnar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir í Líbanon í gærkvöldi og eru þær sagðar hafa beinst að Hachem Safieddine, sem talið er að myndi taka við af Hassan Nasrallah, sem leiðtogi Hezbollah. Enn sem komið er er óljóst hvort hann hafi verið felldur eða ekki. Sjá einnig: Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Þá sögðu Ísraelar frá því í morgun að Mohammed Skafi, leiðtogi samskiptadeildar Hezbollah, hefði verið felldur í loftárás í Beirút í gær. Hann hafi stýrt samskiptum samtakanna frá árinu 2000 og unnið náið með helstu leiðtogum þeirra. Í enn einni yfirlýsingu sem ísraelski herinn birti í morgun segir að hermenn í sunnanverðu Líbanon hafi orðið varir við það að Hezbollah-liðar hafi yfirgefið varðstöðvar sínar og skilið vopn sín eftir. Þetta þykir til marks um dvínandi baráttuvilja vígamanna sökum þess hve marga leiðtoga samtakanna Ísraelar hafa fellt á undanförnum dögum, vikum og jafnvel mánuðum. Talsmenn hersins segja að níu hermenn hafi fallið í átökum við Hezbollah-liða í gær en að rúmlega hundrað vígamenn hafi verið felldir. ⭕️ 24hr Operational Recap in Southern Lebanon:During precise intelligence-based raids, IDF troops discovered rocket launcher munitions, anti-tank missiles and rockets inside a residential home. Additionally, dozens of weapons—aimed at Israeli territory—were left behind in… pic.twitter.com/yOYSyICz2l— Israel Defense Forces (@IDF) October 4, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18
Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur því að Ísraelar gerðu loftárásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Ísraelar eru sagðir íhuga slíkar árásir eftir að íranski herinn skaut um tvö hundruð skotflaugum að Ísrael á þriðjudaginn. 3. október 2024 12:02