Loksins mega hommar gefa blóð Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 18:37 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent