Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon og Margrét Manda Jónsdóttir skrifa 7. október 2024 10:01 Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. Það kom meðlimum Hljóðmarkar á óvart hversu afgerandi og þverpólitísk viðbrögð stjórnmálafólks eru í þessu máli. Við erum því bjartsýn, meðal annars vegna þess að Innviðaráðherra sagðist sammála okkar megin kröfum um breytingar sem lagðar voru fram á fundi okkar í ráðuneyti innviða. Þær eru eftirfarandi: Að öll umferð einkaþotna og þyrluumferð einkafyrirtækja verði færð frá Reykjavíkurflugvelli fyrir 1. janúar 2025 og að önnur óþarfa flugumferð verði færð frá Reykjavíkurflugvelli fyrir 1. júní 2025. Á fundum með hagaðilum hefur það vakið með okkur ugg hversu óskýr ábyrgð á flugumferð á Reykjavíkurflugvelli er og hversu máttvana eftirlit með starfsemi vallarins er. Óljóst er hvar ábyrgð liggur, frumkvæðisskylda stjórnsýslu er ekki virk og samskipti og samráð milli eftirlits-og hagaðila er sáralítið. Þrátt fyrir að flugumferð hafi aukist verulega um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár með tilheyrandi hávaðamengun og umhverfisáhrifum liggur ekki fyrir hver ber ábyrgð á þessari aukningu. Engar reglur eru um hversu mikil umferðin getur orðið né hvaða tegundir flugs mega lenda á vellinum né hver eru þolmörk flugvallarins gagnvart flugumferð, öryggi eða hávaðamengun. Áhyggjuefni er að enginn virðist telja sig hafa heimildir til að takmarka flugumferð um völlinn, eða bera ábyrgð á að kanna áhrif flugs á nærumhverfið. Svo virðist að umferð hafi fengið að vaxa án þess að nokkuð mat hafi verið lagt á hvaða áhrif aukningin hefur á lífsgæði og lýðheilsu íbúa. Að minnsta kosti þrjú þyrlufyrirtæki hafa til að mynda auglýst sérstök útsýnisflug yfir Reykjavík fyrir ferðamenn. Eftirlit með hljóð-og loftmengun og ýmsum öryggismálum tengdum vellinum er verulega ábótavant og jafnframt virðist þekking á áhrifum hávaða- og loftmengunar vera takmörkuð. Mælingar á hljóð og loftmengun eru takmarkaðar en nauðsynlegir mælar eru ekki til á landinu og hafa ekki fengist fjármunir til að fjárfesta í slíkum búnaði auk þess sem raunhávaði er ekki mældur heldur er stuðst við reiknuð gildi. Öllum hagaðilum virtist koma á óvart að viðtekin þekking frá þyrluhönnuðum segir að ekki dugir að mæla hávaða frá þyrlum í desibelum því upplifun íbúa á jörðu niðri er allt að tvöfaldur mældur hávaði vegna þyrlusmella. Engar reglur virðast vera um hvar flugvélar eða þyrlur megi leggja við völlinn og hversu nálægt íbúðabyggð. Engar reglur virðast vera um gangsetningu eða flugtak þyrlna eða akstur einkaþotna nálægt íbúabyggð á stæðum. Ekkert eftirlit virðist vera með hversu lengi þyrlur eða einkaþotur eru í gangi á flughlöðum eða stæðum. Tilmæli til rekstraraðila flugvéla er að vera ekki með þær lengur í gangi en 20 mínútur en stjórnendur vallarins telja sig ekki hafa heimildir til að grípa inn í ef þau eru ekki virt. Margir íbúar hafa mælt vélar í gangi í vel á annan klukkutíma innan við 80 metra frá íbúðum með þeim afleiðingum að eldsneytismengun berst inní íbúðir, á leiksvæði barna, íþróttasvæði og garða íbúa. Eldsneytismengun er ekki mæld á Reykjavíkurflugvelli og ekkert eftirlit er með slíkri mengun né áhrifum hennar á lýðheilsu íbúa. Engar takmarkanir virðast vera á því hvort, hvenær eða hvernig þyrlur mega fljúga yfir íbúabyggð. Isavia segist hafa verið í vinnu við að breyta aðflugsleiðum og færa þær í auknum mæli yfir sjó til að minnka áhrif flugumferðarinnar, en óski flugmenn eftir því að fljúga yfir byggð telur flugumferðastjórn sig ekki hafa heimilidir til að hafna því. Mikil upplýsingaóreiða ríkir í kringum Reykjavíkurflugvöll og þörf er á auknu gagnsæi. Stjórnendur flugvallarins og flugmenn fullyrða að allt flug að nóttu sé sjúkraflug eða líffæraflutningar, en fjöldi íbúa í mismunandi hverfum telur sig hafa orðið vitni að öðru. Mikilvægt er að óháðir eftirlitsaðilar fylgist með umferð, mælingum og eftirliti og miðla til hagaðila og almennings. Áhrif sérhagsmunaafla virðast mikil og erfitt að átta sig á því hversu djúpt þau ná inn í stjórnsýsluna. Umhugsunarvert er hversu erfitt er að koma athugasemdum íbúa til stjórnsýslunnar, ISAVIA og annarra eftirlitsaðila. Of oft liggja vefsíður sem taka við athugasemdum niðri. Ferlið er ógegnsætt og flókið og ekki er ljóst hvort yfirhöfuð sé nokkuð gert með athugasemdir og kvartanir sem berast. Fyrir stofnun samtakanna Hljóðmarka fengu íbúar sem reyndu að koma upplifun sinni á framfæri svör á borð við að það væri hægt að kaupa eyrnatappa í apótekum eða að eðlilegt mætti teljast að það væri mikið flug á góðviðrisdögum þar sem við værum öll í samkeppni um góða veðrið. Opinberar stofnanir og kjörnir fulltrúar sem eiga að gæta hagsmuna almennings verða að velta því fyrir sér hvort slík svör séu viðeigandi. Samtökin hafa fengið virkilega góðar viðtökur frá Innviðarráðherra, Borgarstjóra Reykjavíkur og Bæjarstjóra Kópavogs og vonumst við til að þessir aðilar ásamt Samtökum Sveitafélaga á Höfuðborgarsvæðinu fari brátt markvisst í aðgerðir til að stýra óþarfa flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Styr hefur staðið um flugumferð frá Reykjavíkurflugvelli frá upphafi. En undanfarin ár hefur byggð á höfuðborgarsvæðinu þéttst til muna, fjöldi erlendra ferðamanna margfaldast og þyrluflug stóraukist. Ferðir einkaþotna til Reykjavíkur eru valdur að nánanst jafnmiklu útstreymi gróðurhúsalofttegunda og allt innanlandsflug á Íslandi. Við sem stöndum að Hljóðmörk teljum að stjórnmálunum beri að setja af stað vinnu við að koma frá Reykjavíkurflugvelli óþarfa flugi fyrir öryggi, lífsgæði og almennahagsmuni höfuðborgarbúa. Við erum bjartsýn þar sem við höfum séð að ekkert stendur í raun í vegi fyrir því og markvissar aðgerðir ættu ekki að taka langan tíma. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, íbúasamtökum gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Skipulag Fréttir af flugi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. Það kom meðlimum Hljóðmarkar á óvart hversu afgerandi og þverpólitísk viðbrögð stjórnmálafólks eru í þessu máli. Við erum því bjartsýn, meðal annars vegna þess að Innviðaráðherra sagðist sammála okkar megin kröfum um breytingar sem lagðar voru fram á fundi okkar í ráðuneyti innviða. Þær eru eftirfarandi: Að öll umferð einkaþotna og þyrluumferð einkafyrirtækja verði færð frá Reykjavíkurflugvelli fyrir 1. janúar 2025 og að önnur óþarfa flugumferð verði færð frá Reykjavíkurflugvelli fyrir 1. júní 2025. Á fundum með hagaðilum hefur það vakið með okkur ugg hversu óskýr ábyrgð á flugumferð á Reykjavíkurflugvelli er og hversu máttvana eftirlit með starfsemi vallarins er. Óljóst er hvar ábyrgð liggur, frumkvæðisskylda stjórnsýslu er ekki virk og samskipti og samráð milli eftirlits-og hagaðila er sáralítið. Þrátt fyrir að flugumferð hafi aukist verulega um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár með tilheyrandi hávaðamengun og umhverfisáhrifum liggur ekki fyrir hver ber ábyrgð á þessari aukningu. Engar reglur eru um hversu mikil umferðin getur orðið né hvaða tegundir flugs mega lenda á vellinum né hver eru þolmörk flugvallarins gagnvart flugumferð, öryggi eða hávaðamengun. Áhyggjuefni er að enginn virðist telja sig hafa heimildir til að takmarka flugumferð um völlinn, eða bera ábyrgð á að kanna áhrif flugs á nærumhverfið. Svo virðist að umferð hafi fengið að vaxa án þess að nokkuð mat hafi verið lagt á hvaða áhrif aukningin hefur á lífsgæði og lýðheilsu íbúa. Að minnsta kosti þrjú þyrlufyrirtæki hafa til að mynda auglýst sérstök útsýnisflug yfir Reykjavík fyrir ferðamenn. Eftirlit með hljóð-og loftmengun og ýmsum öryggismálum tengdum vellinum er verulega ábótavant og jafnframt virðist þekking á áhrifum hávaða- og loftmengunar vera takmörkuð. Mælingar á hljóð og loftmengun eru takmarkaðar en nauðsynlegir mælar eru ekki til á landinu og hafa ekki fengist fjármunir til að fjárfesta í slíkum búnaði auk þess sem raunhávaði er ekki mældur heldur er stuðst við reiknuð gildi. Öllum hagaðilum virtist koma á óvart að viðtekin þekking frá þyrluhönnuðum segir að ekki dugir að mæla hávaða frá þyrlum í desibelum því upplifun íbúa á jörðu niðri er allt að tvöfaldur mældur hávaði vegna þyrlusmella. Engar reglur virðast vera um hvar flugvélar eða þyrlur megi leggja við völlinn og hversu nálægt íbúðabyggð. Engar reglur virðast vera um gangsetningu eða flugtak þyrlna eða akstur einkaþotna nálægt íbúabyggð á stæðum. Ekkert eftirlit virðist vera með hversu lengi þyrlur eða einkaþotur eru í gangi á flughlöðum eða stæðum. Tilmæli til rekstraraðila flugvéla er að vera ekki með þær lengur í gangi en 20 mínútur en stjórnendur vallarins telja sig ekki hafa heimildir til að grípa inn í ef þau eru ekki virt. Margir íbúar hafa mælt vélar í gangi í vel á annan klukkutíma innan við 80 metra frá íbúðum með þeim afleiðingum að eldsneytismengun berst inní íbúðir, á leiksvæði barna, íþróttasvæði og garða íbúa. Eldsneytismengun er ekki mæld á Reykjavíkurflugvelli og ekkert eftirlit er með slíkri mengun né áhrifum hennar á lýðheilsu íbúa. Engar takmarkanir virðast vera á því hvort, hvenær eða hvernig þyrlur mega fljúga yfir íbúabyggð. Isavia segist hafa verið í vinnu við að breyta aðflugsleiðum og færa þær í auknum mæli yfir sjó til að minnka áhrif flugumferðarinnar, en óski flugmenn eftir því að fljúga yfir byggð telur flugumferðastjórn sig ekki hafa heimilidir til að hafna því. Mikil upplýsingaóreiða ríkir í kringum Reykjavíkurflugvöll og þörf er á auknu gagnsæi. Stjórnendur flugvallarins og flugmenn fullyrða að allt flug að nóttu sé sjúkraflug eða líffæraflutningar, en fjöldi íbúa í mismunandi hverfum telur sig hafa orðið vitni að öðru. Mikilvægt er að óháðir eftirlitsaðilar fylgist með umferð, mælingum og eftirliti og miðla til hagaðila og almennings. Áhrif sérhagsmunaafla virðast mikil og erfitt að átta sig á því hversu djúpt þau ná inn í stjórnsýsluna. Umhugsunarvert er hversu erfitt er að koma athugasemdum íbúa til stjórnsýslunnar, ISAVIA og annarra eftirlitsaðila. Of oft liggja vefsíður sem taka við athugasemdum niðri. Ferlið er ógegnsætt og flókið og ekki er ljóst hvort yfirhöfuð sé nokkuð gert með athugasemdir og kvartanir sem berast. Fyrir stofnun samtakanna Hljóðmarka fengu íbúar sem reyndu að koma upplifun sinni á framfæri svör á borð við að það væri hægt að kaupa eyrnatappa í apótekum eða að eðlilegt mætti teljast að það væri mikið flug á góðviðrisdögum þar sem við værum öll í samkeppni um góða veðrið. Opinberar stofnanir og kjörnir fulltrúar sem eiga að gæta hagsmuna almennings verða að velta því fyrir sér hvort slík svör séu viðeigandi. Samtökin hafa fengið virkilega góðar viðtökur frá Innviðarráðherra, Borgarstjóra Reykjavíkur og Bæjarstjóra Kópavogs og vonumst við til að þessir aðilar ásamt Samtökum Sveitafélaga á Höfuðborgarsvæðinu fari brátt markvisst í aðgerðir til að stýra óþarfa flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Styr hefur staðið um flugumferð frá Reykjavíkurflugvelli frá upphafi. En undanfarin ár hefur byggð á höfuðborgarsvæðinu þéttst til muna, fjöldi erlendra ferðamanna margfaldast og þyrluflug stóraukist. Ferðir einkaþotna til Reykjavíkur eru valdur að nánanst jafnmiklu útstreymi gróðurhúsalofttegunda og allt innanlandsflug á Íslandi. Við sem stöndum að Hljóðmörk teljum að stjórnmálunum beri að setja af stað vinnu við að koma frá Reykjavíkurflugvelli óþarfa flugi fyrir öryggi, lífsgæði og almennahagsmuni höfuðborgarbúa. Við erum bjartsýn þar sem við höfum séð að ekkert stendur í raun í vegi fyrir því og markvissar aðgerðir ættu ekki að taka langan tíma. Höfundar eru meðlimir í Hljóðmörk, íbúasamtökum gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun