Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar 11. október 2024 13:01 Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun