Landbúnaður og kosningar Margrét Gísladóttir skrifar 23. október 2024 13:31 Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun