Einokun að eilífu, amen Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. október 2024 14:15 Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Samkeppnismál Verslun Skagafjörður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði. Víða hafa neytendur landsbyggðarinnar ekkert raunverulegt val. Það leiðir oft til þess að fólk neyðist til að sækja vörur í nærliggjandi sveitarfélög og þannig flæða peningarnir úr heimabyggð. Þá fer af stað keðjuverkun sem skaðar atvinnulíf, verslun og vöxt samfélagsins í heild. Heilt yfir einkennist íslenskur neytendamarkaður af samþjöppun þar sem fá fyrirtæki ráða mestu um verðlag og vöruúrval. Þetta skapar aðstæður sem eru óhagstæðar fyrir neytendur, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um allt land. Samþjöppunin hefur einnig þau áhrif að okrað er á minni söluaðilum, kaupmanninum á horninu á meðan verslunarkeðjur sem reka tugi verslanna á landsbyggðinni njóta bestu kjara í nafni krafta sinna og stærðar, sem þó virðist ekki skila sér í sanngjörnu vöruverði. Þetta er þekkt vandamál, ekki síst í mínu annars góða kjördæmi, Norðvestur. En hvað er hægt að gera? Ein leið til að koma í veg fyrir einokun úti á landi eru lágvöruverðsverslanir. Þær byggja á minni framlegð, lægra verði og minnka kröfuna um að ferðast langan veg til að sækja sér salt í grautinn. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélög sem hafa þurft að þola háan ferðakostnað og tímaeyðslu við að sækja nauðsynjar í næsta hrepp. Þrátt fyrir að markaðsöflin hafi sín áhrif á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þá bera sveitarfélög og ríkisvaldið ábyrgð á því að greiða leið fyrir betri samkeppni. Á sveitarstjórnarfundi Skagafjarðar í vikunni, 23. október, var tekin fyrir tillaga sem undirrituð lagði fram í nafni VG og óháðra. Tillagan miðar að því að bregðast við háu vöruverði og fákeppni í verslun í Skagafirði, og skapa þannig aðstæður fyrir fjölbreytt úrval og lægra matvöruverð fyrir íbúa Skagafjarðar og nágrennis. Tillagan var felld og með henni gullið tækifæri til að bæta lífskjör Skagfirðinga og gera svæðið að eftirsóknarverðari búsetukosti. Leiðin fram á við Það er þó ljóst að vandamálið er mun víðtækara en mín heimabyggð og á sér ólíkar birtingamyndum um allt land. Sveitarfélög á landsbyggðinni mættu að taka þetta óspart upp, ekki síst til þess að brýna fyrir söluaðilum í sínu nágrenni að láta af okrinu og mismuna ekki neytendum eftir búsetu. Með því að nýta skipulagsvald sitt og gera ívilnanir að raunhæfum valkosti, geta sveitarfélögin laðað að ný fyrirtæki sem geta brotið upp fákeppnina. Með einskiptis aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðagjöldum má nýta þau verkfæri sem er að finna í lögum til að stýra uppbyggingu, efla samkeppni, bæta þjónustu og hag fjölskyldna út um land allt. Þegar við horfum fram á við, er ljóst að baráttan gegn fákeppni snýst ekki aðeins um lægra vöruverð. Hún snýst um réttindi neytenda, sanngirni í viðskiptum og jafnt aðgengi að grunnþjónustu. Aðgerðir gegn fákeppni þurfa að byggja á fjölþættri nálgun þar sem áhersla er lögð á vernd neytenda og hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í sjálfbærari viðskiptaháttum, hvar sem þau eru í sveit sett. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun