Gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2024 16:40 Bæði maðurinn og konan sem gerðu árásina í gær eru sögð vera meðlimir í Verkamannaflokki Kúrda. AP/Validated UGC Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda. Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira