Samfylkingin er Evrópuflokkur Hörður Filippusson skrifar 28. október 2024 14:17 Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki. Stefna Samfylkingarinnar er afrakstur mikillar vinnu í grasrót flokksins, í málefnanefndum og á fundum flokksfélaga. Mikið plagg og vandað. Formaður er kosinn til að framfylgja þessari stefnu en hlýtur að sjálfsögðu að vera leiðandi í forgangsröðun og áherslum. En hvað segir stefnan? "Samfylkingin vill stefna að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu". Svo segir í gildandi stefnu flokksins. Skýrara getur það ekki verið. Og hvað sagði Kristrún formaður? Í fyrstu stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins talaði hún skýrt um að hún væri Evrópusinni. Hún sagði líka að árangursríkasta leiðin til að koma því máli áfram væri "að sameinast um að fara aftur í kjarna jafnaðarmennskunnar og styrkja okkur þar, breikka umboðið og vera svo leiðandi í umræðunni um alþjóðamál og Evrópusambandið - þegar tækifærið gefst". Það sem gerst hefur síðan er að flokkurinn hefur unnið á grundvelli stefnu sinnar að forgangsmálum, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi, og lagt grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum á næstu kjörtímabilum, í heilbrigðis- og öldrunarmálum, í atvinnu- og samgöngumálum og í húsnæðis- og kjaramálum. Allt eru þetta mál sem þola enga bið. Stefna stjórnmálaflokks geymir að sjálfsögðu ýmis áherslumál og ekki hægt að setja öll á oddinn hverju sinni. Það má kannski skýra með lítilli dæmisögu: Við ætlum að fara til Akureyrar. Það er stefnan. Hvort við förum Holtavörðuheiði eða Kjöl er útfærsulatriði. Hver er besta leiðin? Hagkvæmasta leiðin? Besti tíminn? Hvernig er færðin? Er kannski ófært í bili vegna snjóa eða óveðurs? Hvað þá? Er kannski skynsamlegt að bíða uns snjóa leysir og færð batnar? Við vitum að aftur kemur vor í dal og þá er að drífa sig norður. Því við ætlum til Akureyrar. Og Samfylkingin stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Höfundur er jafnaðarmaður.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun