Skattar eru ekki fúkyrði Þormóður Logi Björnsson skrifar 3. nóvember 2024 15:00 Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar