Skattar eru ekki fúkyrði Þormóður Logi Björnsson skrifar 3. nóvember 2024 15:00 Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Það eru mörg orð á íslensku sem virðast vera á flæmingi undan málnotkun. Skattar eru eitt þeirra, sérstaklega ef einhver vogar sér að tala um að hækka þá á einhvern hátt. Ég hef í gegnum tíðina lítið þurft á velferðarþjónustu að halda. Ég er barnlaus og nýti því enga þjónustu eða niðurgreiðslu vegna barna. Ég borga hins vegar glaður alla skatta. Því ég bý í samfélagi við aðra. Ég trúi því að enginn sé svo sterkur einn að þurfa ekki á öðrum að halda einhvern tímann. Ef ég dett niður dauður síðasta vinnudaginn minn hafandi greitt til samfélagsins alla ævi án þess að taka mikið út, þá veldur sú hugsun mér engu hugarangri að hafa lagt meira inn en ég hef tekið út. Ég veit ekki hvað morgundagurinn hefur í för með sér, ég gæti orðið alvarlega veikur, lent í slysi, náttúruhamförum eða misst vinnuna á morgun, eftir viku, ár eða áratug. Þá mun velferðarsamfélagið sem ég trúi á standa með mér. Ég geri mér grein fyrir því að víða er pottur brotinn og margt sem má gera mun betur. Því finnst mér sjálfsagt að borga hærri skatta og gera miklu betur, því ég veit aldrei nema ég eða einhver sem mér er annt um þurfi á sterku velferðarkerfi að halda. Ég er á móti allri einkavæðingu í mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki því mér finnst í lagi að vera með langa biðlista eða léleg úrræði heldur finnst mér að lausnin sé að efla núverandi kerfi þannig það virki betur. Ekki loka því, bjóða það út og fara í að fóðra vasa eigenda. Það þarf vissulega að skoða rekstur eininga hjá ríki og sveitarfélögum m.t.t. þess að fá eins góða þjónustu og hægt er fyrir peninginn. En hvernig sem þessu er háttað, þá þarf velferðarsamfélagið alltaf skatta. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á það að styrkja velferðarsamfélagið. Til þess ætlum við að hækka skatta. Ekki með því að hækka tekjuskatta eða skatta sem hafa bein áhrif á buddu þeirra sem minnst mega sín. Heldur með því að leggja sanngjarna skatta á þá sem meira hafa en borga oft minna. Það má gera með því að skattleggja íbúðareignir umfram lögheimilis eignir. Sem í framhaldi leiðir af sér aukið framboð á húsnæði. Með því að hækka auðlindagjald sem er svo lágt, þótt hagsmunasamtök vilji sannfæra okkur um annað, að það stendur varla undir eftirliti og þjónustu. Skattleggja ferðaþjónustuna þannig að þeir sem hingað koma og nýta vissulega innviði borgi fyrir það. Þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Ekki til að kroppa meira af þeim sem eiga lítið, heldur til þess að þeir sem eiga mikið leggi meira að mörkum til samfélagsins. Það þarf að binda fyrir glufur í skattkerfinu sem nýtist einungis örfáum ofur ríkum. Við erum öll í þessu saman en eins og góður vinur minn sagði mér einu sinni þá er það alveg merkilegt hvað peningar eru félagslyndir. Þeir leitast til þess að vera í félagsskap frekar en á víð og dreif. Það er því verkefni að dreifa peningum þannig að þeir nýtist öllum með manngæsku og hlýju fyrir hvert öðru að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun