„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2024 20:30 Donald Trump verður 47. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. „Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
„Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52