Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun