Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:15 Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Sjúkrahúsinu er ætlað að veita heilbrigðisþjónustu í samræmi við skyldur kennslusjúkrahúss, þar á meðal sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum heilbrigðisvísinda með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum. Þrátt fyrir skýrar lagaskyldur hefur SAk átt í erfiðleikum með að uppfylla þær. Vandinn liggur meðal annars í því hve erfitt hefur reynst að fá sérhæfða lækna til starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á lausnir, þar sem áhersla er lögð á aukið samstarf sjúkrahúsa um land allt til að tryggja bæði rekstrarhagkvæmni og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í stað þess að flytja sjúklinga langar vegalengdir til þjónustu, ætti markmiðið að vera að flytja þjónustuna nær fólkinu. Í byggðaáætlun fyrir 2022–2036 er sett fram markmið um að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Heilbrigðisstefna Íslands til 2030 leggur sömuleiðis áherslu á örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þrátt fyrir þetta er aðgengi að sérfræðiþjónustu mismunandi eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustan mest aðgengileg, en hún versnar eftir því sem fjær dregur. Til að bregðast við þessu þarf að skipuleggja sérfræðiþjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi út frá þörfum íbúa. Einnig þarf að skilgreina hvaða þjónustu er raunhæft að veita á sjúkrahúsum sem glíma við manneklu. Ein leið til að tryggja betra aðgengi á landsbyggðinni er að efla hlutverk Landspítalans og SAk, þannig að þau geti veitt heilbrigðisstofnunum um land allt stuðning með sérfræðilæknum. Þetta kallar á að læknamönnun á þessum sjúkrahúsum sé skipulögð með þetta hlutverk í huga. Heilbrigðisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins fyrir Norðurland eystra hafa lagt mikla áherslu á að færa þjónustuna nær fólki. Hins vegar er ljóst að betur má ef duga skal. Að flytja sérfræðilækna til landsbyggðarinnar frekar en að niðurgreiða ferðir sjúklinga til Reykjavíkur er bæði hagkvæmara og einfaldara. Er þetta í forgangi hjá þínum stjórnmálaflokki fyrir komandi alþingiskosningar? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Sjúkrahúsinu er ætlað að veita heilbrigðisþjónustu í samræmi við skyldur kennslusjúkrahúss, þar á meðal sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum heilbrigðisvísinda með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum. Þrátt fyrir skýrar lagaskyldur hefur SAk átt í erfiðleikum með að uppfylla þær. Vandinn liggur meðal annars í því hve erfitt hefur reynst að fá sérhæfða lækna til starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á lausnir, þar sem áhersla er lögð á aukið samstarf sjúkrahúsa um land allt til að tryggja bæði rekstrarhagkvæmni og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í stað þess að flytja sjúklinga langar vegalengdir til þjónustu, ætti markmiðið að vera að flytja þjónustuna nær fólkinu. Í byggðaáætlun fyrir 2022–2036 er sett fram markmið um að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Heilbrigðisstefna Íslands til 2030 leggur sömuleiðis áherslu á örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þrátt fyrir þetta er aðgengi að sérfræðiþjónustu mismunandi eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustan mest aðgengileg, en hún versnar eftir því sem fjær dregur. Til að bregðast við þessu þarf að skipuleggja sérfræðiþjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi út frá þörfum íbúa. Einnig þarf að skilgreina hvaða þjónustu er raunhæft að veita á sjúkrahúsum sem glíma við manneklu. Ein leið til að tryggja betra aðgengi á landsbyggðinni er að efla hlutverk Landspítalans og SAk, þannig að þau geti veitt heilbrigðisstofnunum um land allt stuðning með sérfræðilæknum. Þetta kallar á að læknamönnun á þessum sjúkrahúsum sé skipulögð með þetta hlutverk í huga. Heilbrigðisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins fyrir Norðurland eystra hafa lagt mikla áherslu á að færa þjónustuna nær fólki. Hins vegar er ljóst að betur má ef duga skal. Að flytja sérfræðilækna til landsbyggðarinnar frekar en að niðurgreiða ferðir sjúklinga til Reykjavíkur er bæði hagkvæmara og einfaldara. Er þetta í forgangi hjá þínum stjórnmálaflokki fyrir komandi alþingiskosningar? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun