Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti. Bókasöfnin hafa þróast í samfélagsmiðstöðvar sem efla menntun, menningu og félagsleg tengsl. Með lögum um bókasöfn frá 2012, sem leggja áherslu á jafnan aðgang að upplýsingum, lýðræðislega umræðu og varðveislu menningararfs, hafa bókasöfnin öðlast enn meiri þýðingu. Þrátt fyrir tæknibyltingu og aukið rafrænt aðgengi að upplýsingum, eru almenningsbókasöfn ómissandi fyrir lýðræðislegt og sjálfbært samfélag. Eitt helsta hlutverk bókasafna er að tryggja aðgang að upplýsingum. Þetta er ekki aðeins menntunarlegt verkefni, heldur stefna sem styrkir samfélagslegt réttlæti. Aðgengi að bókasöfnum er grundvallarréttur, sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa fjárráð til bókakaupa eða greiða fyrir áskriftir að rafrænu efni. Með því að bjóða þessa þjónustu, stuðla bókasöfn að jöfnuði og koma í veg fyrir að efnahagsleg staða ráði aðgengi að upplýsingum og afþreyingu. Bókasöfn eru einnig vettvangur fyrir óhlutdrægar upplýsingar, sem er ómetanlegt í baráttunni gegn falsfréttum og rangfærslum. Í samfélagi þar sem pólitískur ágreiningur og skautun eru áberandi, er hlutlaust rými bókasafna mikilvægt til að tryggja að fólk hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum sem hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir. Á almenningsbókasöfnunum er boðið upp á safnkost og viðburði sem spegla fjölbreyttar raddir samfélagsins, þar með talið minnihlutahópa. Þetta hefur lýðræðislegt mikilvægi því það ýtir undir skilning, virðingu og víðsýni meðal fólks með ólíkan bakgrunn. Með því að bjóða upp á staði þar sem fólk getur komið saman, óháð stétt eða stöðu, styrkja bókasöfn félagsleg tengsl og efla samfélagslega samheldni. Í bókasafnalögum frá 2012 er sérstaklega tekið tillit til tæknibreytinga og kröfu um rafrænt aðgengi að efni. Bókasöfnin hafa aðlagast þessari þróun t.d með því að bjóða upp á rafbækur og hljóðbækur á Rafbókasafninu. Það opnar dyr að upplýsingum fyrir þau sem búa afskekkt, eiga erfitt með að komast á bókasafn eða fyrir þau sem ritaður texti er þröskuldur. Mörg, sérstaklega eldra fólk, nýta sér bókasöfn til að bæta þekkingu sína á snjalltækjum, samfélagsmiðlum og öðru sem er nauðsynlegt fyrir þátttöku í nútímasamfélagi. Aukin stafræn færni tryggir að fólk geti tekið fullan þátt í lýðræðislegum ferlum sem fara sífellt meira fram á netinu. Þrátt fyrir ómetanlegt gildi, standa bókasöfnin frammi fyrir áskorunum, ekki síst fjárhagslegum. Í bókasafnalögunum er kveðið á um að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á rekstri bókasafna, en niðurskurður og hagræðingarkröfur hafa oft sett starfsemi þeirra í hættu. Þetta er pólitískt álitamál sem snýr að forgangsröðun stjórnvalda. Þegar fjárhagsstaða bókasafna er veik, dregur úr getu þeirra til að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost, fræðslu og opið rými fyrir samfélagið. Því er mikilvægt að stjórnvöld líti á bókasöfn sem langtímafjárfestingu í menntun, menningu og lýðræði. Almenningsbókasöfnin eru ekki lúxus heldur nauðsyn fyrir samfélag sem vill standa vörð um jafnrétti, lýðræðislega þátttöku og menningarlega fjölbreytni. Með því að tryggja nægilegt fjármagn til bókasafna og stuðla að nýsköpun í starfsemi þeirra, geta stjórnvöld aukið menntunarstig, dregið úr félagslegri einangrun og styrkt lýðræðislegt umhverfi. Á tímum þar sem bæði efnahagslegt og pólitískt ójafnvægi er áberandi, eru bókasöfn mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Því er lykilatriði að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur átti sig á mikilvægi bókasafna og tryggi að þau fái það fjármagn og þann stuðning sem þau þurfa til að halda áfram að þjóna samfélaginu. Höfundur er deildarstjóri á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar