Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar 20. nóvember 2024 14:16 Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun