Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 11:09 Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu. Getty Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins hafa samþykkt að gera Búlgaríu og Rúmeníu aðila að Schengen-svæðinu. Þetta felur í sér að þann 1. janúar verður mun auðveldara fyrir fólk í Búlgaríu og Rúmeníu að ferðast til annarra ríkja í Schengen. Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim. Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Schengen-samstarfið hófst milli Frakklands, Þýskalands, Belgíu, Hollands og Lúxemborg árið 1985. Íslend gekk inn í Schengen-samstarfið árið 1996, ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Um 420 milljónir manna búa á Schengen-svæðinu svokallaða. Rúmenía og Búlgaría hafa verið í Evrópusambandinu frá 2007 og sóttu um aðild að Schengen árið 2010. Samkvæmt frétt DW hafa hins vegar ráðamenn nokkurra ríkja Evrópu sett sig gegn aðild ríkjanna í gegnum árin. Breytingar höfðu orðið á fyrirkomulagi varðandi landamæraeftirlit þessara ríkja í mars, þar sem reglur Schengen voru í raun látnar ná yfir fólk sem kom til landanna með flugvélum eða skipum. Það náði ekki yfir fólk sem kom fótgangandi eða akandi inn í Búlgaríu og Rúmeníu. Austurríki var meðal þeirra ríkja þar sem ráðamenn höfðu sett sig gegn aðild Búlgaríu og Rúmeníu og að hluta til vegna þess að þeir sögðu Búlgara ekki hafa nægilega öflugt landamæraeftirlit varðandi farandi- og flóttafólk sem kæmist ólöglega inn í landið. Fyrir samþykktina í dag höfðu ráðamenn þar þó samþykkt að beita ekki neitunarvaldi að þessu sinni þar sem Búlgarar hafa samþykkt að efla landamæragæslu sína á landamærum Búlgaríu og Tyrklands. AP fréttaveitan hefur eftir Marcel Ciolacu, forsætisráðherra Rúmeníu, að um mikla hagsmuni fyrir Rúmeni sé um að ræða. Þetta muni gera þeim milljónum Rúmena sem búa og vinna á Schengen-svæðinu auðveldara að ferðast aftur heim.
Evrópusambandið Búlgaría Rúmenía Landamæri Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira