Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Kjartan Kjartansson skrifar 16. desember 2024 09:05 Kona dreypir á piña colada, vonandi ómengaðri. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos. Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Fimm þeirra sem veiktust eru erlendir ferðamenn: fjórir Ástralir og einn Bandaríkjamaður, en tveir eru erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir á Fídji, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólkið er á aldrinum átján til 56 ára gamalt og veiktist skömmu eftir að það drakk piña colada, áfengt hanastél þar sem uppistaðan er romm, á bar Warwich Fiji-hótelinu á Kóralaströndinni á Fídji. Fólkið var flutt á sjúkrahús en það þjáðist meðal annars af uppköstum, ógleði og taugakerfiseinkennum. Ferðaþjónusta er grunnstoð efnahags Fídji. Yfirmaður ferðamála þar segir að uppákoman á hótelinu þar eigi fátt skilt við andlát erlendra ferðamanna sem drukku áfengi sem var mengað tréspíra á bar gistiheimilis í Laos í síðasta mánuði. Sex ferðamenn létust þar, þar á meðal tvær ungar danskar stúlkur. Viliame Gavok, ferðamálaráðherra Fídji, fullyrti að um einangrað atvik væri að ræða og að hótelið harðneitaði því að hafa beitt þeim bellibrögðum að drýgja drykki með ódýru áfengi. Þrátt fyrir það ráðleggja áströlsk stjórnvöld þarlendum ferðalöngum að vera á varðbergi fyrir mögulega menguðum áfengum drykkjum á Fídji. Tvær ástralskar stúlkur voru á meðal þeirra sem létust í Laos.
Fídji Áfengi og tóbak Laos Tengdar fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Sjá meira
Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44
Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19. nóvember 2024 14:59