Skotbardagi við forsetahöll Tjad Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 10:52 Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar bardaginn átti sér stað. Hann tók völd í Tjad eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP/Mouta Ali Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns. Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli. Tjad Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Átján af sérsveitarmönnunum voru felldir og hinir sex eru særðir, samkvæmt Abderaman Koulamallah, utanríkisráðherra og talsmanni ríkisstjórnar Tjad, sem blaðamenn AFP fréttaveitunnar ræddu við. Hann sagði einn úr öryggissveitum hafa fallið í átökum við árásarmennina. Koulamallah hefur haldið því fram að árásarmennirnir hafi verið á lyfjum þegar þeir gerðu árásina og hafi verið stöðvaðir nokkuð auðveldlega. Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad, var í forsetahöllinni þegar árásin var gerð. Ráðherrann var í beinni útsendingu á Facebook eftir árásina í gær þar sem hann lýsti því yfir að hún hefði verið stöðvuð og stjórnvöld hefðu full tök á ástandinu. Þá stóð hann með hermönnum fyrir utan forsetahöllina, með byssu í slíðri á mjöðminni. Tjad er undir stjórn Deby, sem tók völd eftir að faðir hans féll í átökum við uppreisnarmenn en sá hafði stjórnað landinu með harðri hendi í þrjá áratugi og hersins. Deby skipaði nýverið frönskum hermönnum að yfirgefa landið. AFP segir að nokkrum klukkustundum fyrir árásina hafi forsetinn og aðrir embættismenn fundað með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Sjá einnig: Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Vígahópar hafa lengi verið mjög virkir á svæðinu kringum Tjad-vatn en ríkið er umkringt Kamerún, Níger, Nígeríu, Mið-Afríkulýðveldinu, Líbíu og Súdan en þar hafa yfirvöld Í Tjad verið sökuð um afskipti af átökunum þar. Tæpar tvær vikur eru síðan umdeildar kosningar voru haldnar í Tjad en kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan hefur kvartað yfir svindli.
Tjad Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira