Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 26. janúar 2025 13:45 Trump svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“. Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“.
Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira