Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 17:31 Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ingunn Björnsdóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun