Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar 27. febrúar 2025 12:01 Það þykir eflaust í huga margra rómantískur blær yfir því að vera bóndi. Umvafinn náttúru, dýrum og sveitamenningu. Vinnan er erfið, í raun endalaus og kaupið er lágt sem ekkert en lífið er of stutt til að gera ekki það sem maður lifir fyrir, þannig sagði bóndi einn eitt sinn: „Ég sé engan skaða í því, þó ekki hafi allir allt til alls, því einu mennirnir á Íslandi sem eitthvert frelsi býr í ennþá eru fátækir bændur. Ríkir menn eru aldrei frjálsir því þeir verða þrælar eigna sinna." Efnahagslegur veruleiki bænda Sitt sýnist hverjum um orð þessa ágæta bónda en fimmti síðasti matvælaráðherra, sem var ekki fyrir mörgum áratugum heldur aðeins rúmu ári, hún Svandís Svavarsdóttir sem sagði bændur - ekki búa í sama efnahagslega veruleika og aðrir íbúar þessa samfélags og það gengi ekki. Það eru orð að sönnu en staðreyndin er gömul og ný og hefur lítið breyst en það ætti að vera hagur okkar allra að bæta úr því ef vel er að gáð. En hvað þarf til að bændur sitji ekki eftir til eilífðar, það er ekki síst sagan sem gefur okkur skýr dæmi um það. Þrátt fyrir óbilandi trú neytenda á íslenskum vörum þá er staðreyndin sú að íslensk matvælaframleiðsla hefur ekki náð að halda í við fólksfjölgun og fleiri munna sem borða hér mat á hverjum einasta degi. Aukinni eftirspurn og þörf matvæla hefur verið svarað með auknum innflutningi sem í ofanálag samanstendur í sífellt meira mæli af unnum matvælum en hlutfall þeirra hefur hækkað verulega á skömmum tíma. Það er því einfaldlega og eðlilega þaðan sem samkeppnin kemur við íslenska framleiðslu, erlendis frá. Það er því umhugsunarvert hvað við getum gert til að efla og styrkja innlendan landbúnað svo hann sé raunverulega samkeppnishæfur og lífvænlegur. Til að samkeppnin sé sanngjörn verður að horfa til aðstæðna Íslands samanborið við aðstæður matvælaframleiðslu þaðan sem við flytjum matvæli. Þannig má nefna að á Íslandi er launakostnaður hár í okkar ríka velferðarsamfélagi, fjármagnskostnaður er margfaldur á við nágrannalönd okkar, ekki síst í landbúnaði, sýklalyfjanotkun er margfalt minni og hverfandi miðað við flest samanburðarlönd okkar og þannig mætti áfram telja. En margt vinnur þó með okkur á sama tíma en það er vissulega áskorun að reka hagkvæman og samkeppnishæfan landbúnað á Íslandi en það getum við þó gert og ætlum okkur að gera áfram. Samhengi hlutanna Því verðum við að vera skynsöm og setja hlutina og raunveruleikann í samhengi. Við erum jú fámenn þjóð á eyju í Norður-Atlantshafi. Við þurfum að getað tekið tillit til raunverulegrar samkeppni í þessu samhengi. En ég tel að það endurspegli einmitt upplifun almennings á að aðhald um samkeppni sýni ekki alltaf væntan ávinning og á það við á hinum fjölbreyttu mörkuðum hérlendis. Það endurspeglast í því sem forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir um þessar mundir, að gera þurfi enn betur. Ríkisstjórn sem beitir sér fyrir hagræðingu með til að mynda fækkun ráðuneyta hlýtur að sjá að það liggur í hlutarins eðli hver ávinningurinn getur verið í slíkum hagræðingum líkt og boðaðar voru með breytingum á Búvörulögum fyrri hluta síðasta árs. Þær áttu að færa aðstæður bænda og afurðafyrirtækja þeirra til jafns við það sem þekkist í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar. Þar sem landbúnaður og einingar hans eru margfalt stærri en við munum nokkurn tímann þekkja hér innanlands. Fyrirtæki sem við stöndum í beinni samkeppni við. Það er þó mikilvægt að hér ríki aðhald og skýrar leikreglur, en festumst ekki í fangelsi óhagræðis vegna þess að við getum ekki séð hlutina í réttu samhengi og látum markmiðin snúast upp í andhverfu sína um heilbrigt viðskiptalíf. Ísland best í heimi Þetta er eins og við séum stödd á Ólympíuleikunum, í 110 metra grindahlaupi karla, í rásmarkið höfum við Íslendingar sent 12 ára barn sem við höfum óbilandi trú á enda sýnt yfirburði á sínu sviði hérlendis svo allir hafi tekið eftir. Svo mikla trú höfum við á fulltrúa okkar að við höfum sjálf óskað eftir að grindurnar á íslensku brautinni séu 10 sentimetrum hærri en hjá hinum. Ég tek fram að það er augljós myndlíking um þær ríku kröfur sem við gerum til okkar í framleiðslu matvæla, í þágu umhverfis, velferðar og heildstæðrar sjálfbærni sem meðal annars tryggir kjör og aðstæður þeirra sem að framleiðslunni koma í okkar ríka velferðarsamfélagi. Það er alveg sama hvað við hvetjum okkar fulltrúa mikið áfram, hversu mikla og sanna trú við höfum á honum að sigra hlaupið, þá er það auðséð hver úrslitin verða. En ætlaði Ísland sér einhvern tímann að vinna hlaupið í raun og veru? Með sama hætti eru það útséð úrslit ef innlendri matvælaframleiðslu eru ekki tryggð samkeppni, á réttlátum grunni. Það er óhagur okkar allra nema kannski þeirra sem munu maka krókinn í innflutningi matvæla. Áframhaldandi óvissa og afkomubrestur Ég segi því við stjórnvöld, ríkisstjórn okkar, skiljið íslenskan landbúnað ekki eftir í lausu lofti í þessum efnum. Talað hefur verið um að vinda þurfi ofan af ólöglegum breytingum á búvörulögum sem séu nú ólög. Vel má vera að sníða megi stakkinn betur en vinsamlegast vindið ykkur þá í það verkefni og leggið spilin á borðið, það hefur verið fjallað um ávinninginn sem af þessu getur orðið í hátt í 10 ár. Ekki ílengja það ástand, að afurðastöðvar bænda tapi hér hundruðum miljóna vegna óvissu og óhagræðis í stað hagræðis eins og hefur komið í ljós nú á síðustu dögum. Þar sem Norðlenska Kjarnafæði skilar tapi upp á 250 milljónir og Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga tapi upp á tæpar 60 milljónir. Þegar þessi fyrirtæki hafa í viðleitni sinni haldið aftur af verðhækkunum til neytenda en reynt eftir fremsta megni að leiðrétta afurðaverð bænda. Að framlengja það ástand bitnar einna verst, fyrst og síðast, á bændum og neytendum. Fyrir okkur öll Við verðum, eins og sagt hefur verið áratugum saman, að efla samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar. Það svo ekki aðeins fáir útvaldir, heldur við öll, fáum áfram notið íslenskra heilnæmra afurða sem landið gefur okkur. Við verðum að gera betur í því að gera landbúnað okkar sjálfbæran í sinni víðustu mynd, umhverfislega, fjárhagslega og samfélagslega, það er hagur okkar allra og komandi kynslóða. Fæðufullveldi, lýðheilsa þjóðarinnar og aðrir almannahagsmunir sem felast í öflugum landbúnaði eru á pólitískri ábyrgð íslenskra stjórnvalda, en ekki verslunarvara í almennri samkeppni, sem lýtur lögmálum frjálsra viðskipta í öllu. Það kæra fólk, er hagur okkar allra. Erindi flutt á fundinum Íslensk matvæli: Einkamál fárra eða hagsmunir allra? Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það þykir eflaust í huga margra rómantískur blær yfir því að vera bóndi. Umvafinn náttúru, dýrum og sveitamenningu. Vinnan er erfið, í raun endalaus og kaupið er lágt sem ekkert en lífið er of stutt til að gera ekki það sem maður lifir fyrir, þannig sagði bóndi einn eitt sinn: „Ég sé engan skaða í því, þó ekki hafi allir allt til alls, því einu mennirnir á Íslandi sem eitthvert frelsi býr í ennþá eru fátækir bændur. Ríkir menn eru aldrei frjálsir því þeir verða þrælar eigna sinna." Efnahagslegur veruleiki bænda Sitt sýnist hverjum um orð þessa ágæta bónda en fimmti síðasti matvælaráðherra, sem var ekki fyrir mörgum áratugum heldur aðeins rúmu ári, hún Svandís Svavarsdóttir sem sagði bændur - ekki búa í sama efnahagslega veruleika og aðrir íbúar þessa samfélags og það gengi ekki. Það eru orð að sönnu en staðreyndin er gömul og ný og hefur lítið breyst en það ætti að vera hagur okkar allra að bæta úr því ef vel er að gáð. En hvað þarf til að bændur sitji ekki eftir til eilífðar, það er ekki síst sagan sem gefur okkur skýr dæmi um það. Þrátt fyrir óbilandi trú neytenda á íslenskum vörum þá er staðreyndin sú að íslensk matvælaframleiðsla hefur ekki náð að halda í við fólksfjölgun og fleiri munna sem borða hér mat á hverjum einasta degi. Aukinni eftirspurn og þörf matvæla hefur verið svarað með auknum innflutningi sem í ofanálag samanstendur í sífellt meira mæli af unnum matvælum en hlutfall þeirra hefur hækkað verulega á skömmum tíma. Það er því einfaldlega og eðlilega þaðan sem samkeppnin kemur við íslenska framleiðslu, erlendis frá. Það er því umhugsunarvert hvað við getum gert til að efla og styrkja innlendan landbúnað svo hann sé raunverulega samkeppnishæfur og lífvænlegur. Til að samkeppnin sé sanngjörn verður að horfa til aðstæðna Íslands samanborið við aðstæður matvælaframleiðslu þaðan sem við flytjum matvæli. Þannig má nefna að á Íslandi er launakostnaður hár í okkar ríka velferðarsamfélagi, fjármagnskostnaður er margfaldur á við nágrannalönd okkar, ekki síst í landbúnaði, sýklalyfjanotkun er margfalt minni og hverfandi miðað við flest samanburðarlönd okkar og þannig mætti áfram telja. En margt vinnur þó með okkur á sama tíma en það er vissulega áskorun að reka hagkvæman og samkeppnishæfan landbúnað á Íslandi en það getum við þó gert og ætlum okkur að gera áfram. Samhengi hlutanna Því verðum við að vera skynsöm og setja hlutina og raunveruleikann í samhengi. Við erum jú fámenn þjóð á eyju í Norður-Atlantshafi. Við þurfum að getað tekið tillit til raunverulegrar samkeppni í þessu samhengi. En ég tel að það endurspegli einmitt upplifun almennings á að aðhald um samkeppni sýni ekki alltaf væntan ávinning og á það við á hinum fjölbreyttu mörkuðum hérlendis. Það endurspeglast í því sem forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir um þessar mundir, að gera þurfi enn betur. Ríkisstjórn sem beitir sér fyrir hagræðingu með til að mynda fækkun ráðuneyta hlýtur að sjá að það liggur í hlutarins eðli hver ávinningurinn getur verið í slíkum hagræðingum líkt og boðaðar voru með breytingum á Búvörulögum fyrri hluta síðasta árs. Þær áttu að færa aðstæður bænda og afurðafyrirtækja þeirra til jafns við það sem þekkist í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar. Þar sem landbúnaður og einingar hans eru margfalt stærri en við munum nokkurn tímann þekkja hér innanlands. Fyrirtæki sem við stöndum í beinni samkeppni við. Það er þó mikilvægt að hér ríki aðhald og skýrar leikreglur, en festumst ekki í fangelsi óhagræðis vegna þess að við getum ekki séð hlutina í réttu samhengi og látum markmiðin snúast upp í andhverfu sína um heilbrigt viðskiptalíf. Ísland best í heimi Þetta er eins og við séum stödd á Ólympíuleikunum, í 110 metra grindahlaupi karla, í rásmarkið höfum við Íslendingar sent 12 ára barn sem við höfum óbilandi trú á enda sýnt yfirburði á sínu sviði hérlendis svo allir hafi tekið eftir. Svo mikla trú höfum við á fulltrúa okkar að við höfum sjálf óskað eftir að grindurnar á íslensku brautinni séu 10 sentimetrum hærri en hjá hinum. Ég tek fram að það er augljós myndlíking um þær ríku kröfur sem við gerum til okkar í framleiðslu matvæla, í þágu umhverfis, velferðar og heildstæðrar sjálfbærni sem meðal annars tryggir kjör og aðstæður þeirra sem að framleiðslunni koma í okkar ríka velferðarsamfélagi. Það er alveg sama hvað við hvetjum okkar fulltrúa mikið áfram, hversu mikla og sanna trú við höfum á honum að sigra hlaupið, þá er það auðséð hver úrslitin verða. En ætlaði Ísland sér einhvern tímann að vinna hlaupið í raun og veru? Með sama hætti eru það útséð úrslit ef innlendri matvælaframleiðslu eru ekki tryggð samkeppni, á réttlátum grunni. Það er óhagur okkar allra nema kannski þeirra sem munu maka krókinn í innflutningi matvæla. Áframhaldandi óvissa og afkomubrestur Ég segi því við stjórnvöld, ríkisstjórn okkar, skiljið íslenskan landbúnað ekki eftir í lausu lofti í þessum efnum. Talað hefur verið um að vinda þurfi ofan af ólöglegum breytingum á búvörulögum sem séu nú ólög. Vel má vera að sníða megi stakkinn betur en vinsamlegast vindið ykkur þá í það verkefni og leggið spilin á borðið, það hefur verið fjallað um ávinninginn sem af þessu getur orðið í hátt í 10 ár. Ekki ílengja það ástand, að afurðastöðvar bænda tapi hér hundruðum miljóna vegna óvissu og óhagræðis í stað hagræðis eins og hefur komið í ljós nú á síðustu dögum. Þar sem Norðlenska Kjarnafæði skilar tapi upp á 250 milljónir og Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga tapi upp á tæpar 60 milljónir. Þegar þessi fyrirtæki hafa í viðleitni sinni haldið aftur af verðhækkunum til neytenda en reynt eftir fremsta megni að leiðrétta afurðaverð bænda. Að framlengja það ástand bitnar einna verst, fyrst og síðast, á bændum og neytendum. Fyrir okkur öll Við verðum, eins og sagt hefur verið áratugum saman, að efla samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar. Það svo ekki aðeins fáir útvaldir, heldur við öll, fáum áfram notið íslenskra heilnæmra afurða sem landið gefur okkur. Við verðum að gera betur í því að gera landbúnað okkar sjálfbæran í sinni víðustu mynd, umhverfislega, fjárhagslega og samfélagslega, það er hagur okkar allra og komandi kynslóða. Fæðufullveldi, lýðheilsa þjóðarinnar og aðrir almannahagsmunir sem felast í öflugum landbúnaði eru á pólitískri ábyrgð íslenskra stjórnvalda, en ekki verslunarvara í almennri samkeppni, sem lýtur lögmálum frjálsra viðskipta í öllu. Það kæra fólk, er hagur okkar allra. Erindi flutt á fundinum Íslensk matvæli: Einkamál fárra eða hagsmunir allra? Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun