Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 08:02 Aðeins fáir stórir framleiðendur í Bandaríkjunum sjá sér hag í ofurtollunum sem Trump hefur hótað. Getty/Justin Sullivan Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu. Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð. Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð.
Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira