„Þessi á drapst á einni nóttu“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 11:41 Úrgangurinn frá námunni fór hér um áður en hann fór út í Kafueá. AP/Richard Kille Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni. Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir. Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir.
Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent